Ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar hefðu reynst réttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 09:00 Slúðursögurnar um meintar barneignir Jennifer Aniston hafa lengi verið efniviður í fréttir hjá gulu pressunni. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“