Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. Refsiaðgerðunum verður hætt ef yfirvöld í Venesúela viðurkenna Juan Guaidó sem forseta landsins. BBC greinir frá.
Þetta tilkynnti John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, fyrr í kvöld. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Nicolás Maduro, forseti Venesúela, geti áfram „rænt auðlindum venesúelsku þjóðarinnar“.
Bandaríkin, ásamt um 20 öðrum ríkjum, viðurkenna Maduro ekki lengur sem forseta landsins, en standa við bakið á Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og styðja tilkall hans til forsetastólsins þar til kosningar fara fram í landinu.
Venesúela er mjög háð olíuverslun við Bandaríkin en um 41 prósent af olíuútflutningi ríkisins fer til Bandaríkjanna.
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu

Tengdar fréttir

Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti
Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum.

Þjóðaröryggisráðgjafi Trump: Munu bregðast við ef starfsmenn sendiráðsins í Venesúela verði beittir ofbeldi
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni bregðast við af krafti, verði starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Venesúela beittir ofbeldi eða ógnunum.

Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings
Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro.