Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 23:15 Mikils snjóþunga og kulda hefur gætt víða í Bandaríkjunum, meðal annars í Chicago. Kuldinn hefur þó ekki náð hámarki. Erin Hooley/Getty Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu. Bandaríkin Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu.
Bandaríkin Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira