Bíó og sjónvarp

„Ég myndi ekki vinna aftur með Woody Allen“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Freida Pinto varð heimsfræg þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire.
Freida Pinto varð heimsfræg þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire. vísir/getty

Indverska leikkonan Freida Pinto, sem skaust upp á stjörnuhimininn í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire fyrir ellefu árum segir að hún myndi aldrei aftur vinna með bandaríska leikstjóranum Woody Allen.

Pinto er í ítarlegu viðtali við Guardian þar sem hún ræðir feril sinn í kvikmyndum og nýjustu mynd sína, Love Sonia, sem fjallar um kynlífsþrælkun í Indlandi en landið er talið það hættulegasta í heiminum fyrir konur þegar kemur að mansali.

Eftir að Pinto kom fram á sjónarsviðið í Slumdog Millionaire varð hún eftirsótt leikkona og lék í myndum á borð við The Rise of the Planet of the Apes og You Will Meet a Tall, Dark Stranger, mynd eftir Woody Allen.

Í viðtalinu er Pinto, sem hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í heiminum, spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna aftur með Allen sem hefur verið sakaður af dóttur sinni Dylan um kynferðislega misnotkun. Allen neitar öllum ásökunum.

„Nei. Alls ekki. Ég stend með þeim konum sem hafa komið fram með sögur sínar, hvort sem sögurnar hafa verið sannaðar eða ekki. Það sem innsæið segir mér lætur mér líða mjög illa. Ég er 34 ára gömul, ég hef unnið í ellefu ár í þessum bransa og ég er ekki örvæntingarfull. Ég verð aldrei örvæntingarfull,“ segir Pinto en viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima

Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×