Íslenski boltinn

Ragnheiður býður sig ekki fram til formanns KSÍ

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi. vísir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ekki á leið í formannsframboð hjá Knattspyrnusambandi Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer þann 9.febrúar næstkomandi.

Þetta staðfestir Ragnheiður í samtali við Fótbolti.net í dag.

Ragnheiður er fyrrum alþingiskona og fyrrum bæjarstjóri í Mosfellsbæ en hún er með miklar tengingar við knattspyrnuhreyfinguna þar sem faðir hennar er goðsögnin Ríkharður Jónsson og sonur Ragnheiðar er Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður.

Ragnheiður hafði gefið í skyn að hún hefði hug á að blanda sér í baráttuna en hún ákvað að láta ekki verða af því. 

Framboðsfresturinn rann út í gær en á morgun mun KSÍ tilkynna um hvort einhver fleiri framboð hafi borist en eins og flestum ætti að vera ljóst eru Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×