Menntamálaráðherra Færeyja sagði af sér Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2019 09:30 Rigmor Dam, fráfarandi menntamálaráðherra Færeyja. Mynd/Mentamálaráðið. Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum. Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Menntamálaráðherra Færeyja, Rigmor Dam, sagði af sér ráðherraembætti í vikunni. Ástæðan er heimildalaus ráðstöfun fjármuna í kringum byggingu menntasetursins Glasir í Þórshöfn, sem fór átta prósent fram úr fjárheimildum. „Skólinn er á mína ábyrgð. Ég tek afleiðingunum af þessum málum og segi af mér,“ sagði Rigmor Dam í viðtali í sjónvarpsþættinum Dagur og Vika í Kringvarpi Færeyja. Í yfirlýsingu sagðist hún vilja skapa frið um Glasir-skólann. „Það vorum við sem sömdum um að hún skyldi segja af sér,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hefur jafnframt tekið tímabundið við menntamálunum í landsstjórninni. Samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er heildarkostnaður við byggingu menntaskólans kominn í 11,6 milljarða íslenskra króna. Framúrkeyrslan nemur um 840 milljónum íslenskra króna.Menntasetrið Glasir í Marknagili í Þórshöfn.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen,Rigmor Dam kvaðst í desember ekki hafa haft neina vitneskju um bakreikningana, þrátt fyrir reglulega fundi með Landsverkinu, opinberri framkvæmdastofnun Færeyja. Hún hefur sakað Landsverkið um ósannindi og að hafa afvegaleitt sig í málinu. Forstjóri þess, Ewald Kjølbro, var látinn taka pokann sinn í desember en hann hafði kennt danska ráðgjafafyrirtækinu BIG um vandræðaganginn og sakað það um lélega ráðgjöf. Trúnaðarbrestur varð vegna munnlegra samninga um viðbótarverk, sem Landsverkið sagðist hafa gert með leyfi Ríkisendurskoðunar, sem neitar því að hafa veitt slíkar heimildir, enda sé reglan sú að samningar skuli vera skriflegir. Aksel V. Johannesen lögmaður kom Rigmor Dam til varnar í desember. Hann sagði að sökin í málinu lægi einhversstaðar á milli Landsverksins og danska fyrirtækisins, sem hannaði bygginguna. Aksel sagði þá að Rigmor hefði gert allt rétt í meðhöndlun sinni á Glasir-verkefninu. Enginn ástæða væri til að ásaka hana. Hann bætti þó við að ef í ljós kæmi að hún nyti ekki trausts meirihlutans, fyrir það hvernig hún hefði haldið á málinu sem ráðherra, væri sinn flokkur, Javnaðarflokkurinn, tilbúinn að leysa hana undan skyldum sínum. Stjórnarandstaðan hótaði vantrauststillögu og sagði stjórnina reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð á málinu. Fór svo að Rigmor sagði af sér á mánudag.Glasir-byggingin þykir glæsileg, að innan sem utan.Mynd/Landsverkið, Kim Christensen.Glasir menntasetrið í Marknagili er sögð stærsta húsbygging Færeyja, tæpir 20 þúsund fermetrar á sex hæðum. Byggingin var vígð í ágúst og hýsir menntaskóla, verslunarskóla og tækniskóla. Nemendur eru um 1.500 talsins og starfsmenn um 250. Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa skoðuðu menntasetrið í opinberri heimsókn til Færeyja í ágúst skömmu eftir opnunina. Rigmor Dam er af þekktri stjórnmálaætt í Færeyjum og var fyrst kjörin á þing fyrir Javnaðarflokkinn árið 2011. Atli Dam lögmaður var frændi hennar og afi hennar, Peter Mohr Dam, var einnig lögmaður Færeyja. Frænka hennar, Helena Dam, dóttir Atla Dam, hefur einnig gegnt ráðherraembættum.
Færeyjar Tengdar fréttir Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45