Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 10:24 Mikil aurleðja hefur flætt um svæðið. Bruno Correia/AP Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Yfir tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla við járngrýtisnámu í suðausturhluta Brasilíu brast. Mikið magn aurleðju flæddi yfir mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Opinber tala látinna er níu en óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi. Um þrjú hundruð starfsmenn voru á svæðinu sem flæddi yfir en viðbragðsaðilum hefur aðeins tekist að koma um einum þriðja þeirra í skjól. Notast var við þyrlur til þess að flytja fólk úr sjálfheldu af völdum flóðsins þar sem vegir á svæðinu eyðilögðust eftir að stíflan brast. BBC greinir frá. Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, segir líkurnar á því að fólk finnist á lífi vera hverfandi. „Héðan af eru líkurnar í lágmarki og sennilegast að við munum aðeins finna lík.“ Um eitt hundrað slökkviliðsmenn sinna nú leitinni að fólkinu sem er saknað og gert er ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast í dag. Ekki er ljóst hvað olli því að stíflan, sem er í eigu stærsta námuvinnslufyrirtækis Brasilíu, Vale, brast.Fyrirtækið segir stífluna hafa verið stöðuga Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kallaði atburðinni „alvarlegan harmleik“ og mun hann ferðast á svæðið í dag. Þá mun ráðherrar á sviðum umhverfismála, námugraftarmála og svæðisuppbyggingar í ríkisstjórn landsins fylgja honum á hamfarasvæðið. „Á þessari stundu er aðal áhersluefni okkar að hlúa að mögulegum fórnarlömbum þessa alvarlega harmleiks,“ skrifaði Bolsonaro á Twitter.Nossa maior preocupação neste momento é atender eventuais vítimas desta grave tragédia. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 25, 2019 Fabio Schvartsmann, framkvæmdastjóri Vale, sagði málið vera „mannlegan harmleik.“ Hann hefur einnig sagt að þýskt fyrirtæki sem ráðið var til þess að meta öryggi stíflunnar sem brast hafi metið sem svo að stíflan væri „stöðug.“ Þá hefur Vale tilkynnt að fyrirtækið fylgist náið með öllum öðrum stíflum í sinni umsjá. Stíflan var byggð árið 1976 og notuð til þess að halda eftirstöðvum námuvinnslunnar frá starfsstöðvum námustarfsfólks.Ferfætlingar á svæðinu hafa einnig fundið fyrir áhrifum flóðsins.Leo Drumond/APYfirvöld mæta harðri gragnrýni Brasilíska dagblaðið Folha de S, Paulo birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að mögulegt rof stíflunnar hafi verið umræðuefni spennuþrungins fundar þar sem leyfi fyrir stíflunni var samþykkt. Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Greenpeace hafa gagnrýnt aðila málsins harðlega og segja málið vera „sorglegar afleiðingar þess að brasilísk yfirvöld og námuvinnslufyrirtæki hafi ekki lært sína lexíu,“ en rúm þrjú ár eru síðan 19 manns létust eftir að stífla í Mariana, sem er einnig í Minas Gerais, brast. Sú var einnig í eigu Vale. Þá hafa samtökin sagt að málin séu „ekki slys, heldur umhverfisglæpir sem þurfi að rannsaka, refsa fyrir, og bæta fyrir.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26