„Hér er núna -6°, 10 m/sek og bjart. Veðurspáin segir að vind mun lægja á milli 10 og 11 og þá detti í stafa logn. Passa að klæða sig vel,“ segir í Facebook-færslu skíðasvæðisins sem birt var á sjöunda tímanum í morgun.
„Þó verður skýjað að mestu og dálítil él NA-til í dag og strekkingsnorðanátt austast á landinu sem ætti að halda frostinu þar í skefjum þangað til í kvöld þegar lægir og léttir til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Það þykknar svo smám saman upp með vaxandi suðaustanátt í nótt og á morgun vestantil á landinu og þá mun draga úr frostinu. Seint á morgun og annað kvöld fer að snjóa vestast á landinu. Búist verður við hægum vindi fyrir austan á morgun og lengst af verður bjart og kalt.