Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2019 20:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira