Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 14:11 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í húsakynnum sáttasemjara í liðinni viku. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent