Áhorf á Ófærð 2 með því hæsta sem mælst hefur Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 15:02 Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag. Lilja Jóns Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019 Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019
Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06
Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33