Klay hitti úr tíu fyrstu þriggja stiga skotunum sínum í sigri á Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 08:30 Klay Thompson var óstöðvandi í nótt. Getty/Harry How Klay Thompson var sjóðandi heitur í nótt þegar Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta. James Harden skoraði enn einu sinn yfir 30 stig og Luka Doncic var með þrennu en báðir þurftu að sætta sig við tap.@KLAYTHOMPSON IN HIS ZONE! The @warriors shooting guard (44 PTS) ties the NBA record for 3PM to start a game without missing, hitting his first 10 three-point attempts! #DubNationpic.twitter.com/3m67HL5ytM — NBA (@NBA) January 22, 2019Klay Thompson jafnaði NBA-met með því hitta úr tíu fyrstu þriggja stiga skotum sínum en hann skoraði 44 stig í 130-111 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State liðsins í röð. Klay hitti alls úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum og alls 17 af 20 skotum. Hann skoraði meðal annars 23 stig í þriðja leikhlutanum þar sem hann setti niður sjö þriggja stiga skot. Kevin Durant bætti við 20 stigum og Stephen Curry var með 11 stig og 12 stoðsendingar en hitti aftur á móti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ivica Zubac var stigahæstur hjá Lakers með 18, Brandon Ingram skoraði 17 stig og Kyle Kuzma var með 16 stig. LeBron James, Lonzo Ball og Rajon Rondo misstu allir af leiknum en Lakers hefur aðeins unnið 5 af 14 leikjum sínum síðan liðið missti LeBron James í nárameiðsli.@JoelEmbiid (32 PTS, 14 REB) & @JHarden13 (37 PTS, 6 3PM) go back and forth as the @sixers defeat Houston at home! #HereTheyCome Embiid has a league-high 20 games with at least 30 PTS and 10 REB. Harden has scored 30+ PTS in 20 consecutive games. pic.twitter.com/sszYp3KJWt — NBA (@NBA) January 22, 2019Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 121-93 sigur á Houston Rockets. James Harden skoraði 37 stig í sínum tuttugasta leik í röð með 30 stig eða meira. Það dugði skammt. Embiid var kominn með 24 stig í hálfleik og 76ers með 15 stiga forystu, 65-50. Þeim Joel Embiid og James Harden lenti saman í lok fyrri hálfleiks eftir að Harden var ósáttur með brot miðherjans. Báðir fengu bara tæknivillu og héldu áfram leik.@KyrieIrving's 26 PTS, 10 AST, and career-high 8 steals guides @celtics past MIA! #CUsRisepic.twitter.com/xyvsshwHKx — NBA (@NBA) January 22, 2019Kyrie Irving skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal átta boltum og Al Horford bætti við 16 stigum og 12 fráköstum þegar Boston Celtics vann 107-99 sigur á Miami Heat. Boston er að braggast og vann þarna sinn fjórða leik í röð. Þetta var ellefti leikur Kyrie Irving með bæði 20 stig og 10 stoðsendingar og er hann fyrsti Boston-maðurinn til að ná því síðan að Larry Bird gerði það tímabilið 1986-87. Jayson Tatum var með 19 stig fyrir Boston og Marcus Morris skoraði 17 stig.@Giannis_An34 scores a game-high 31 PTS along with 15 REB in the @Bucks W over Dallas! #FearTheDeerpic.twitter.com/ik2l6rEgKc — NBA (@NBA) January 21, 2019Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks og var með 31 stig og 15 fráköst í 116-106 sigri á Dallas Mavericks. Eric Bledsoe skorðai 21 stig og Malcolm Brogdon var með 19 stig fyrir Bucks-liðið sem hefur unnið fimm í röð og tólf af síðustu fjórtán. Nýliðinn Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas, 18 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, en hitti ekki vel. Hann varð aftur á móti yngsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær þrennu.@Dloading puts up 31 PTS (7 3PM), 8 AST in the @BrooklynNets home W! #WeGoHardpic.twitter.com/ylCvfcVyv5 — NBA (@NBA) January 22, 2019Jrue Holiday gets to his left and is up to 21 PTS, 10 REB, 5 AST!#DoItBig 95#GrindCity 78 : @NBAonTNTpic.twitter.com/e4Saj73zoU — NBA (@NBA) January 22, 2019@bosnianbeast27 does it all for the @trailblazers, posting 22 PTS, 8 REB, 7 AST, 6 BLK in the road win! #RipCitypic.twitter.com/XzFP6kfjvi — NBA (@NBA) January 22, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 111-130 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 104-109 Philadelphia 76ers - Houston Rockets 121-93 Boston Celtics - Miami Heat 107-99 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 85-105 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 123-94 Atlanta Hawks - Orlando Magic 103-122 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116-106 Washington Wizards - Detroit Pistons 101-87 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 88-104 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 109-127 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Klay Thompson var sjóðandi heitur í nótt þegar Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta. James Harden skoraði enn einu sinn yfir 30 stig og Luka Doncic var með þrennu en báðir þurftu að sætta sig við tap.@KLAYTHOMPSON IN HIS ZONE! The @warriors shooting guard (44 PTS) ties the NBA record for 3PM to start a game without missing, hitting his first 10 three-point attempts! #DubNationpic.twitter.com/3m67HL5ytM — NBA (@NBA) January 22, 2019Klay Thompson jafnaði NBA-met með því hitta úr tíu fyrstu þriggja stiga skotum sínum en hann skoraði 44 stig í 130-111 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State liðsins í röð. Klay hitti alls úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum og alls 17 af 20 skotum. Hann skoraði meðal annars 23 stig í þriðja leikhlutanum þar sem hann setti niður sjö þriggja stiga skot. Kevin Durant bætti við 20 stigum og Stephen Curry var með 11 stig og 12 stoðsendingar en hitti aftur á móti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ivica Zubac var stigahæstur hjá Lakers með 18, Brandon Ingram skoraði 17 stig og Kyle Kuzma var með 16 stig. LeBron James, Lonzo Ball og Rajon Rondo misstu allir af leiknum en Lakers hefur aðeins unnið 5 af 14 leikjum sínum síðan liðið missti LeBron James í nárameiðsli.@JoelEmbiid (32 PTS, 14 REB) & @JHarden13 (37 PTS, 6 3PM) go back and forth as the @sixers defeat Houston at home! #HereTheyCome Embiid has a league-high 20 games with at least 30 PTS and 10 REB. Harden has scored 30+ PTS in 20 consecutive games. pic.twitter.com/sszYp3KJWt — NBA (@NBA) January 22, 2019Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 14 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 121-93 sigur á Houston Rockets. James Harden skoraði 37 stig í sínum tuttugasta leik í röð með 30 stig eða meira. Það dugði skammt. Embiid var kominn með 24 stig í hálfleik og 76ers með 15 stiga forystu, 65-50. Þeim Joel Embiid og James Harden lenti saman í lok fyrri hálfleiks eftir að Harden var ósáttur með brot miðherjans. Báðir fengu bara tæknivillu og héldu áfram leik.@KyrieIrving's 26 PTS, 10 AST, and career-high 8 steals guides @celtics past MIA! #CUsRisepic.twitter.com/xyvsshwHKx — NBA (@NBA) January 22, 2019Kyrie Irving skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal átta boltum og Al Horford bætti við 16 stigum og 12 fráköstum þegar Boston Celtics vann 107-99 sigur á Miami Heat. Boston er að braggast og vann þarna sinn fjórða leik í röð. Þetta var ellefti leikur Kyrie Irving með bæði 20 stig og 10 stoðsendingar og er hann fyrsti Boston-maðurinn til að ná því síðan að Larry Bird gerði það tímabilið 1986-87. Jayson Tatum var með 19 stig fyrir Boston og Marcus Morris skoraði 17 stig.@Giannis_An34 scores a game-high 31 PTS along with 15 REB in the @Bucks W over Dallas! #FearTheDeerpic.twitter.com/ik2l6rEgKc — NBA (@NBA) January 21, 2019Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Milwaukee Bucks og var með 31 stig og 15 fráköst í 116-106 sigri á Dallas Mavericks. Eric Bledsoe skorðai 21 stig og Malcolm Brogdon var með 19 stig fyrir Bucks-liðið sem hefur unnið fimm í röð og tólf af síðustu fjórtán. Nýliðinn Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas, 18 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, en hitti ekki vel. Hann varð aftur á móti yngsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær þrennu.@Dloading puts up 31 PTS (7 3PM), 8 AST in the @BrooklynNets home W! #WeGoHardpic.twitter.com/ylCvfcVyv5 — NBA (@NBA) January 22, 2019Jrue Holiday gets to his left and is up to 21 PTS, 10 REB, 5 AST!#DoItBig 95#GrindCity 78 : @NBAonTNTpic.twitter.com/e4Saj73zoU — NBA (@NBA) January 22, 2019@bosnianbeast27 does it all for the @trailblazers, posting 22 PTS, 8 REB, 7 AST, 6 BLK in the road win! #RipCitypic.twitter.com/XzFP6kfjvi — NBA (@NBA) January 22, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 111-130 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 104-109 Philadelphia 76ers - Houston Rockets 121-93 Boston Celtics - Miami Heat 107-99 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 85-105 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 123-94 Atlanta Hawks - Orlando Magic 103-122 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116-106 Washington Wizards - Detroit Pistons 101-87 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 88-104 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 109-127
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira