Gul viðvörun á Suðvestur- og Vesturlandi Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2019 07:58 Gular viðvaranir eru í gildi í nokkra klukkutíma í kvöld vegna hríðarveðurs SV-lands og á Breiðafirði. Veðurstofan Gul viðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofunni á Vesturlandi og Suðvesturlandi í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að dagurinn byrji á klassísku vetrarveðri með suðvestanátt og éljum um landið sunnan og vestanvert. Víða verði léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. „Upp úr hádegi dregur þó heldur úr vindi og éljum. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu SV-verðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu, en síðar slyddu og rigningu á láglendi og hlýnandi veðri. Gular viðvaranir eru í gildi í nokkra klukkutíma í kvöld vegna hríðarveðurs SV-lands og á Breiðafirði. Þær viðvaranir eiga einkum við um heiðar og uppsveitir. Eftir snjókomu gærdagsins og áframhaldandi éljagang í dag eru líkur á að eitthvað af snjónum muni bráðna í kvöld þegar hlýnar, en á morgun kólnar aftur og er því viðbúið að svell myndist. Á morgun lægir víða og á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir kalt hæglætisveður um allt land með éljum á víð og dreif,“ segir í tilkynningunni.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og él, einkum S-lands. Sunnan 13-18 austast á landinu í fyrstu og rigning. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig um kvöldið.Á þriðjudag og miðvikudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en él á stöku stað. Frost 1 til 10 stig. Á fimmtudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s, en suðvestlægari vindur undir kvöld. Víða snjókoma eða slydda, en rigning með suðurströndinni. Minnkandi frost á landinu og hlánar syðst. Á föstudag: Snýst í norðlæga átt með snjókomu um landið N- og A-vert. Hægari vindur sunnan heiða og léttir til. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Á laugardag: Útlit fyrir minnkandi norðanátt og él N-lands, en bjart fyrir sunnan. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira
Gul viðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofunni á Vesturlandi og Suðvesturlandi í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að dagurinn byrji á klassísku vetrarveðri með suðvestanátt og éljum um landið sunnan og vestanvert. Víða verði léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. „Upp úr hádegi dregur þó heldur úr vindi og éljum. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu SV-verðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu, en síðar slyddu og rigningu á láglendi og hlýnandi veðri. Gular viðvaranir eru í gildi í nokkra klukkutíma í kvöld vegna hríðarveðurs SV-lands og á Breiðafirði. Þær viðvaranir eiga einkum við um heiðar og uppsveitir. Eftir snjókomu gærdagsins og áframhaldandi éljagang í dag eru líkur á að eitthvað af snjónum muni bráðna í kvöld þegar hlýnar, en á morgun kólnar aftur og er því viðbúið að svell myndist. Á morgun lægir víða og á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir kalt hæglætisveður um allt land með éljum á víð og dreif,“ segir í tilkynningunni.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og él, einkum S-lands. Sunnan 13-18 austast á landinu í fyrstu og rigning. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig um kvöldið.Á þriðjudag og miðvikudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en él á stöku stað. Frost 1 til 10 stig. Á fimmtudag: Gengur í suðaustan 8-15 m/s, en suðvestlægari vindur undir kvöld. Víða snjókoma eða slydda, en rigning með suðurströndinni. Minnkandi frost á landinu og hlánar syðst. Á föstudag: Snýst í norðlæga átt með snjókomu um landið N- og A-vert. Hægari vindur sunnan heiða og léttir til. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Á laugardag: Útlit fyrir minnkandi norðanátt og él N-lands, en bjart fyrir sunnan. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira