Porzingis til Dallas Anton Ingi Leifsson og Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. janúar 2019 21:24 Porzingis í fínu fötunum. vísir/getty Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira