Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15