Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 12:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eftir blaðamannafund nú rétt fyrir hádegi þar sem hún kynnti meginefni frumvarpsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira