Komin með keppnisrétt á mótaröð hinum megin á hnettinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Warren Little Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira