Frábær tími fyrir dorgveiði Karl Lúðvíksson skrifar 31. janúar 2019 09:04 Ísdorg getur verið afskaplega skemmtilegt. Kuldatíðin sem nú gengur yfir landið færir okkur veiðimönnum smá tækifæri til að reyna við þá gömlu góðu veiðiaðferð að dorga í gegnum ís. Á mildum vetri er þetta ekki möguleiki eins og gefur að skilja þar sem það er annað hvort ekki ís á vötnunum eða hann er ekki nógu traustur. Nú ber svo við að vötnin um allt land eru meira og minna ísi lögð og þess vegna gott tækifæri til að láta reyna á ísdorg. Það er nefnilega afskaplega skemmtilegt að dorga í gegnum ís og veiðin getur oft á tíðum verið ágæt þó það fari auðvitað eftir því hvaða vatn er verið að veiða. Það eru nokkur vötn t.d. í Veiðikortinu þar sem leyft er að veiða á veturnar og nokkrir landeigendur sem leyfa ísdorg. Það verður þó að fara aðeins yfir það sem veiðimenn þurfa að gera áður en haldið er út á ísinn. Ekki fara út á ís sem er ekki 100% öruggur og það er algjörlega nauðsynlegt að kanna aðstæður, tala við einhvern sem þekkir aðstæður og vera vel búinn áður en haldið er til veiða. Svo hvað búnaðinn varðar er það oft frekar einfalt að hafa hann til. Í gamla daga var þetta bara 20-30 metrar af girni oft vafið uppá stutta grein eða eins og ég man sjálfur eftir í sveit á Mývatni, vafið uppá stutt hreindýrshorn. Það eru líka til sérstakar dorkveiðistangir í veiðibúðunum sem eru stuttar. Svo þarftu ísbor sem fæst líka í flestum veiðibúðum, beitu, smá koll og kaffibrúsa því já, það getur verið kalt þegar maður situr kyrr og bíður eftir töku. Mest lesið Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði
Kuldatíðin sem nú gengur yfir landið færir okkur veiðimönnum smá tækifæri til að reyna við þá gömlu góðu veiðiaðferð að dorga í gegnum ís. Á mildum vetri er þetta ekki möguleiki eins og gefur að skilja þar sem það er annað hvort ekki ís á vötnunum eða hann er ekki nógu traustur. Nú ber svo við að vötnin um allt land eru meira og minna ísi lögð og þess vegna gott tækifæri til að láta reyna á ísdorg. Það er nefnilega afskaplega skemmtilegt að dorga í gegnum ís og veiðin getur oft á tíðum verið ágæt þó það fari auðvitað eftir því hvaða vatn er verið að veiða. Það eru nokkur vötn t.d. í Veiðikortinu þar sem leyft er að veiða á veturnar og nokkrir landeigendur sem leyfa ísdorg. Það verður þó að fara aðeins yfir það sem veiðimenn þurfa að gera áður en haldið er út á ísinn. Ekki fara út á ís sem er ekki 100% öruggur og það er algjörlega nauðsynlegt að kanna aðstæður, tala við einhvern sem þekkir aðstæður og vera vel búinn áður en haldið er til veiða. Svo hvað búnaðinn varðar er það oft frekar einfalt að hafa hann til. Í gamla daga var þetta bara 20-30 metrar af girni oft vafið uppá stutta grein eða eins og ég man sjálfur eftir í sveit á Mývatni, vafið uppá stutt hreindýrshorn. Það eru líka til sérstakar dorkveiðistangir í veiðibúðunum sem eru stuttar. Svo þarftu ísbor sem fæst líka í flestum veiðibúðum, beitu, smá koll og kaffibrúsa því já, það getur verið kalt þegar maður situr kyrr og bíður eftir töku.
Mest lesið Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði