SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 17:46 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00