Drakk á meðan hann spilaði á PGA-mótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2019 12:30 Rocco Mediate er hér með vindil á vellinum. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Rocco Mediate hefur viðurkennt að hafa átt í miklum vandræðum með áfengi. Svo miklum vandræðum að hann drakk á meðan hann spilaði við Tiger Woods og aðra á PGA-mótaröðinni. Hinn 56 ára gamli Mediate ákvað að opna sig um málið í gær. Hann lagði flöskuna á hilluna þann 23. október árið 2017. „Fyrir þann tíma leið vart sá dagur án þess að ég fengi mér áfengan drykk. Ég drakk margoft á meðan ég var að keppa á PGA-mótaröðinni. Það var bara eðlilegt fyrir mig,“ sagði Mediate opinskár. „Það var bara hluti af deginum hjá mér að drekka. Það er hægt að lauma áfengi á sig á ýmsan hátt á meðan maður er að keppa.“ Ein af ástæðunum fyrir drykkjunni var sú að hann var að reyna að lina þjáningarnar í bakinu. „Ég drakk ekki alltaf þegar ég var að keppa en þegar sársaukinn kom í bakið þá var ekkert að fara að stöðva mig. Þá drakk ég.“ Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Rocco Mediate hefur viðurkennt að hafa átt í miklum vandræðum með áfengi. Svo miklum vandræðum að hann drakk á meðan hann spilaði við Tiger Woods og aðra á PGA-mótaröðinni. Hinn 56 ára gamli Mediate ákvað að opna sig um málið í gær. Hann lagði flöskuna á hilluna þann 23. október árið 2017. „Fyrir þann tíma leið vart sá dagur án þess að ég fengi mér áfengan drykk. Ég drakk margoft á meðan ég var að keppa á PGA-mótaröðinni. Það var bara eðlilegt fyrir mig,“ sagði Mediate opinskár. „Það var bara hluti af deginum hjá mér að drekka. Það er hægt að lauma áfengi á sig á ýmsan hátt á meðan maður er að keppa.“ Ein af ástæðunum fyrir drykkjunni var sú að hann var að reyna að lina þjáningarnar í bakinu. „Ég drakk ekki alltaf þegar ég var að keppa en þegar sársaukinn kom í bakið þá var ekkert að fara að stöðva mig. Þá drakk ég.“
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira