Golf

Drakk á meðan hann spilaði á PGA-mótum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rocco Mediate er hér með vindil á vellinum.
Rocco Mediate er hér með vindil á vellinum. vísir/getty
Atvinnukylfingurinn Rocco Mediate hefur viðurkennt að hafa átt í miklum vandræðum með áfengi. Svo miklum vandræðum að hann drakk á meðan hann spilaði við Tiger Woods og aðra á PGA-mótaröðinni.

Hinn 56 ára gamli Mediate ákvað að opna sig um málið í gær. Hann lagði flöskuna á hilluna þann 23. október árið 2017.

„Fyrir þann tíma leið vart sá dagur án þess að ég fengi mér áfengan drykk. Ég drakk margoft á meðan ég var að keppa á PGA-mótaröðinni. Það var bara eðlilegt fyrir mig,“ sagði Mediate opinskár.

„Það var bara hluti af deginum hjá mér að drekka. Það er hægt að lauma áfengi á sig á ýmsan hátt á meðan maður er að keppa.“

Ein af ástæðunum fyrir drykkjunni var sú að hann var að reyna að lina þjáningarnar í bakinu.

„Ég drakk ekki alltaf þegar ég var að keppa en þegar sársaukinn kom í bakið þá var ekkert að fara að stöðva mig. Þá drakk ég.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×