Durant las fréttamönnum pistilinn: „Ég treysti ykkur ekki“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 13:00 Kevin Durant vill bara spila körfubolta. vísir/getty Kevin Durant var stigahæstur Golden State Warriors í nótt þegar að liðið rústaði San Antonio Spurs en það lá samt ekkert sérstaklega vel á honum á fréttamannafundi eftir leik. Durant hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðlamenn undanfarna daga og vildu þeir fá að vita hvers vegna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Durants undanfarnar vikur og vilja margir meina að hann sé á leið til New York Knicks. „Hvers vegna ertu að spá í þessu? Mig langaði bara ekki að tala síðustu daga,“ sagði Durant þegar að hann var spurður hvers vegna hann hefði forðast fjölmiðla undanfarna daga og fékk hann þá spurninguna um leikmannamarkaðinn. „Það er eitthvað sem að þið talið um. Það er ykkar starf. Þetta er algjör óþarfi hjá ykkur. Eins og Ethan Strauss [Blaðamaður ESPN] sem labbar bara hér um gangana og segir sína skoðun á hlutunum. Hann talar ekki við mig eða neinn annan. Hann skrifar bara það sem hann vill og svo ráðist þig á mig út af skrifum hans,“ sagði Durant en Strauss heldur því fram að Durant fari til New York.Kevin Durant vildi ekki tala við fjölmiðla í nokkra daga.vísir/gettyNew York Knicks skipti frá sér Lettanum stóra Kristaps Porzingis á dögunum og er með pláss fyrir tvær risastjörnur í sumar. „Ég ræð engu hjá New York Knicks og ég veit ekki hver sendi Porzingis í burtu. Þetta kemur mér bara ekki við. Ég er bara að spila körfubolta. Þið spyrjið mig á hverjum degi um leikmannamarkaðinn og æsið upp samherja mína, þjálfara og stuðningsmenn með þessu. Leyfið okkur bara að spila körfubolta,“ sagði pirraður Durant. „Svo þegar að ég vil ekki tala við ykkur þá er það mitt vandamál. Í alvöru, reynið að þroskast. Ég mæti á hverjum degi á æfingu og geri mitt besta og er ekki með neitt vesen. Ég reyni að spila á réttan hátt og gera mitt allra besta í hvert sinn sem ég er með boltann. Hvað er vandamálið? Hvað gerði ég ykkur?“ sagði Durant. Einn blaðamaðurinn í salnum benti á að Durant væri vanalega mjög málglaður og óhræddur við að segja skoðun sína á flestum málefnum. Því hefðu stuðningsmenn Golden State viljað fá svör við því hvers vegna hann væri allt í einu svona þögull. „Hvað með það? Hvers vegna þarf ég að tala við ykkur? Verð ég betri í vinnunni minni ef ég tala við ykkur? Mig langaði bara ekki að tala við ykkur. Ég treysti ykkur ekki. Í hvert skipti sem ég tjái mig er snúið út úr orðum mínum og svo þegar að ég segi ekki neitt er það vandamál líka. Mig langar bara að spila körfubolta,“ sagði Kevin Durant. NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira
Kevin Durant var stigahæstur Golden State Warriors í nótt þegar að liðið rústaði San Antonio Spurs en það lá samt ekkert sérstaklega vel á honum á fréttamannafundi eftir leik. Durant hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðlamenn undanfarna daga og vildu þeir fá að vita hvers vegna. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Durants undanfarnar vikur og vilja margir meina að hann sé á leið til New York Knicks. „Hvers vegna ertu að spá í þessu? Mig langaði bara ekki að tala síðustu daga,“ sagði Durant þegar að hann var spurður hvers vegna hann hefði forðast fjölmiðla undanfarna daga og fékk hann þá spurninguna um leikmannamarkaðinn. „Það er eitthvað sem að þið talið um. Það er ykkar starf. Þetta er algjör óþarfi hjá ykkur. Eins og Ethan Strauss [Blaðamaður ESPN] sem labbar bara hér um gangana og segir sína skoðun á hlutunum. Hann talar ekki við mig eða neinn annan. Hann skrifar bara það sem hann vill og svo ráðist þig á mig út af skrifum hans,“ sagði Durant en Strauss heldur því fram að Durant fari til New York.Kevin Durant vildi ekki tala við fjölmiðla í nokkra daga.vísir/gettyNew York Knicks skipti frá sér Lettanum stóra Kristaps Porzingis á dögunum og er með pláss fyrir tvær risastjörnur í sumar. „Ég ræð engu hjá New York Knicks og ég veit ekki hver sendi Porzingis í burtu. Þetta kemur mér bara ekki við. Ég er bara að spila körfubolta. Þið spyrjið mig á hverjum degi um leikmannamarkaðinn og æsið upp samherja mína, þjálfara og stuðningsmenn með þessu. Leyfið okkur bara að spila körfubolta,“ sagði pirraður Durant. „Svo þegar að ég vil ekki tala við ykkur þá er það mitt vandamál. Í alvöru, reynið að þroskast. Ég mæti á hverjum degi á æfingu og geri mitt besta og er ekki með neitt vesen. Ég reyni að spila á réttan hátt og gera mitt allra besta í hvert sinn sem ég er með boltann. Hvað er vandamálið? Hvað gerði ég ykkur?“ sagði Durant. Einn blaðamaðurinn í salnum benti á að Durant væri vanalega mjög málglaður og óhræddur við að segja skoðun sína á flestum málefnum. Því hefðu stuðningsmenn Golden State viljað fá svör við því hvers vegna hann væri allt í einu svona þögull. „Hvað með það? Hvers vegna þarf ég að tala við ykkur? Verð ég betri í vinnunni minni ef ég tala við ykkur? Mig langaði bara ekki að tala við ykkur. Ég treysti ykkur ekki. Í hvert skipti sem ég tjái mig er snúið út úr orðum mínum og svo þegar að ég segi ekki neitt er það vandamál líka. Mig langar bara að spila körfubolta,“ sagði Kevin Durant.
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Sjá meira