NBA-stjarna datt heima hjá sér og sleit hásin en á von á milljörðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 10:00 John Wall situr heima og telur peninga næstu mánuði í endurhæfingunni. vísir/getty John Wall, leikstjórnandi Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, mun væntanlega missa af öllu næsta tímabili eftir að slíta hásin við það að renna til og detta heima hjá sér undir lok janúar. ESPN greinir frá. Wall var nú þegar úr leik á þessu tímabili eftir að gangast undir aðgerð á sama ökkla en slitna hásinin kom í ljós við læknisskoðun á mánudaginn þegar að læknir Wizards-liðsins var að skoða sýkingu í hælnum. Óvíst er hvenær þessi 28 ára gamli leikmaður fer aftur undir hnífinn en það verður líklega í næstu viku. Wall spilaði aðeins 41 leik á síðasta tímabili og þurfti svo frá að hverfa í desember í fyrra vegna ökklameiðslanna. Það er hætt við að þessi meiðsli hafi mikil áhrif á framhaldið á ferli Wall en leikur hans snýst mikið um hraða og hæfni hans að keyra að körfunni. Búist er við að hann verði frá í 11-15 mánuði.John Wall nýtir hraða sinn til að keyra að körfunni.vísir/gettyWashington Wizards hefur aðeins unnið 22 leiki á tímabilinu og hjálpar ekki til að vera án síns besta manns en samningur hans við Wizards er að mati margra sérfræðinga í deildinni sá allra versti og aftrar liðinu í því að stokka upp spilin. Hann er ekki slæmur fyrir Wall sem fær 19,2 milljónir dollara fyrir þetta tímabil þrátt fyrir að spila bara fram í desember og á næstu leiktíð fær hann svo 38,2 milljónir dollara eða 4,6 milljarða króna þrátt fyrir að spila ekki einn einasta leik. Wall er með samning út tímabilið 2023 og hann hækkar með hverju árinu en leikstjórnandinn fær 41,2 milljónir dollara tímaiblið 2020-2021, 44,3 milljónir eftir það og síðasta árið fær hann svo 47,3 milljónir dollara. John Wall var valinn númer eitt í nýliðavalinu árið 2010 frá Kentucky-háskólanum en hann hefur verið í stjörnuliði NBA-deildarinnar undanfarin fimm ár. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
John Wall, leikstjórnandi Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, mun væntanlega missa af öllu næsta tímabili eftir að slíta hásin við það að renna til og detta heima hjá sér undir lok janúar. ESPN greinir frá. Wall var nú þegar úr leik á þessu tímabili eftir að gangast undir aðgerð á sama ökkla en slitna hásinin kom í ljós við læknisskoðun á mánudaginn þegar að læknir Wizards-liðsins var að skoða sýkingu í hælnum. Óvíst er hvenær þessi 28 ára gamli leikmaður fer aftur undir hnífinn en það verður líklega í næstu viku. Wall spilaði aðeins 41 leik á síðasta tímabili og þurfti svo frá að hverfa í desember í fyrra vegna ökklameiðslanna. Það er hætt við að þessi meiðsli hafi mikil áhrif á framhaldið á ferli Wall en leikur hans snýst mikið um hraða og hæfni hans að keyra að körfunni. Búist er við að hann verði frá í 11-15 mánuði.John Wall nýtir hraða sinn til að keyra að körfunni.vísir/gettyWashington Wizards hefur aðeins unnið 22 leiki á tímabilinu og hjálpar ekki til að vera án síns besta manns en samningur hans við Wizards er að mati margra sérfræðinga í deildinni sá allra versti og aftrar liðinu í því að stokka upp spilin. Hann er ekki slæmur fyrir Wall sem fær 19,2 milljónir dollara fyrir þetta tímabil þrátt fyrir að spila bara fram í desember og á næstu leiktíð fær hann svo 38,2 milljónir dollara eða 4,6 milljarða króna þrátt fyrir að spila ekki einn einasta leik. Wall er með samning út tímabilið 2023 og hann hækkar með hverju árinu en leikstjórnandinn fær 41,2 milljónir dollara tímaiblið 2020-2021, 44,3 milljónir eftir það og síðasta árið fær hann svo 47,3 milljónir dollara. John Wall var valinn númer eitt í nýliðavalinu árið 2010 frá Kentucky-háskólanum en hann hefur verið í stjörnuliði NBA-deildarinnar undanfarin fimm ár.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira