Datt illa og vitnaði í Lethal Weapon: „Ég er orðin of gömul fyrir þennan skít“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Lindsey Vonn kveður á sunnudaginn. vísir/getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn. Skíðaíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira