Fyrrverandi forseti Kosta Ríka sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 08:29 Óscar Arias Sánchez, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Kosta Ríka. Vísir/EPA Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú. Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú.
Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira