Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 19:45 Tíðni vinnuslysa hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira