Hratt versnandi veður fram á kvöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 16:22 Frá lokun þjóðvegar 1 við Vík. Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Veður fer hratt versnandi fram á kvöld, einkum sunnan til á landinu, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Víða er spáð stormi eða roki og má búast við að hviður geti farið allt upp í 40 metra á sekúndu á Kjalarnesi, við Hvalfjörð og í Öræfum. Þá má jafnvel búast við staðbundnu ofsaveðri með hviðum allt upp undir 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Í nótt á svo að draga úr veðurhæðinni. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að veðrið nái hámarki um kvöldmatarleytið og verði svo í hámarki fram eftir kvöldi, nánast alveg til miðnættis. „Síðan fer þetta nú að laga til muna í nótt þó að það lægi nú ekki alveg, þá er áfram hvassviðri eða stormur í þessu í nótt. Svo á morgun er nú skaplegra veður en svo má nefna að það er leiðindaveður á Vestfjörðum einnig þó að það sé ekki eins hvasst og hérna sunnan til,“ segir Hrafn. Á vef Vegagerðarinnar er einmitt ábending frá veðurfræðingi um að mikill skafrenningi verði á fjallvegum á Vestfjörðum. Þá verður einnig mikill skafrenningur á Hellisheiði og Mosfellsheiði en mögulegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna veðurs. Þá er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og einnig er möguleiki á því að veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn verði lokað. Þá er óvissustig frá klukkan 18 á veginum um Kjalarnes.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54 Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44 Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. 5. febrúar 2019 13:54
Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs. 5. febrúar 2019 15:44
Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. 5. febrúar 2019 12:15