Þúsundum Íslendinga boðið að taka þátt í stórri rannsókn á geðheilsu þjóðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 15:15 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Rannveig Sigurvinsdóttir stýra rannsókninni. Bryndís er dósent á sálfræðisviði skólans og Rannveig lektor á sama sviði. vísir/vilhelm Umfangsmikil rannsókn á geðheilsu Íslendinga sem vísindamenn við Háskólann í Reykjavík standa að fer af stað nú í vikunni en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari rannsóknarinnar. Átta þúsund manns fá boð um að taka þátt samkvæmt tilviljunarúrtaki úr Þjóðskrá. Fyrstu bréfin fóru af stað til þátttakenda í gær sem munu svo símtal síðar í vikunni eða í næstu viku þar sem þeir verða beðnir um að svara spurningalista rannsóknarinnar.Rannsóknin, sem gerð er af vísindamönnum við HR, hefst nú í vikunni.vísir/vilhelmFélagsleg samskipti og streituvaldandi atburðir til skoðunar Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við HR, og Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við skólann, stýra rannsókninni. „Við erum að fara að rannsaka geðheilsu karla og kvenna á aldrinum 18 til 80 ára. Í því samhengi erum við að fara að skoða tvo áhrifaþætti geðheilbrigðis sem eru félagsleg samskipti og stuðningur og síðan streituvaldandi atburðir, reynslu og áföll,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Þannig sé verið að kortleggja streituvaldandi atburði í lífi Íslendinga auk þess sem verið að skoða geðheilbrigði þjóðarinnar. „Og sjá hverjir eru algengastir og hverjir hafa mest áhrif á geðheilsu Íslendinga í dag,“ segir Bryndís.Rannsóknin er umfangsmikil og verður þúsundum Íslendinga boðið að taka þátt.vísir/vilhelmÁkveðin teikn á lofti um einhverjar breytingar varðandi geðheilbrigði Hún segir að það séu nokkrir þættir sem komi til varðandi það að farið er af stað með svo stóra rannsókn á geðheilsu þjóðarinnar. „Núna eru búin að vera ákveðin merki á lofti um aukningu á kvíða og þunglyndi, sérstaklega hjá ungu fólk. Ég hef starfað við rannsóknir hjá Rannsóknir og greiningu frá árinu 1999 og birt vísindagreinar með samstarfsfólki mínu þar um aukningu á kvíða og þunglyndi, sérstaklega hjá stúlkum en líka drengjum á undanförnum árum.“ Hjá eldra fólki nefnir Bryndís síðan vísbendingar um að örorka vegna geðrænna vandamála sé að aukast. „Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að það séu einhverjar breytingar í gangi varðandi geðheilbrigði sem er mjög mikilvægt að rannsaka og afla betri gagna en við höfum núna og við vonumst til að þessi rannsókn komi til móts við þá þörf,“ segir Bryndís. Síðan eru það streituvaldandi þættirnir en Bryndís hefur rannsakað ofbeldi undanfarin ár, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og þá sérstaklega gegn ungu fólki. „Í raun og veru höfum við ekki hingað til haft upplýsingar um áföll, streituvaldandi atburði, og þar með talið ofbeldi í lífi Íslendinga. Þetta viðfangsefni er þannig séð nýlega komið upp á yfirborðið. Þetta var mjög falið, margir af þessum streituvaldandi atburðum sem við vitum að hafa mjög sterk áhrif á geðheilsu.“Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hér á fullveldisafmælinu í Hörpu þann 1. desember ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni. Hún hefur einnig beitt sér í geðheilbrigðismálum og er til að mynda verndari Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.vísir/vilhelmForsetinn hvetur þá sem lenda í úrtakinu til þess að taka þátt Eins og áður segir er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verndari rannsóknarinnar. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji lýðheilsu og þar með talda geðheilsu afar brýnt málefni. Því sé sjálfsagt að hann leggi sitt af mörkum með þessum hætti til rannsóknarinnar. „Ég geri það í þeirri von og vissu að það sé vandað til verka og að mér takist jafnvel að vekja athygli á rannsókninni og hvetja þá sem lenda í úrtakinu til þess að taka þátt,“ segir Guðni. Aðspurður hvort að geðheilsa og geðheilbrigði hafi verið honum hugleikið lengi eða hvort hann hafi farið að veita málefninu athygli eftir að hann tók við embætti forseta kveðst hann ekki hafa látið neitt að sér kveða í þessum efnum fyrr en varð forseti. „En eftir það er mér ljúft og skylt að reyna að styðja góð málefni. Ég fann fljótt og sá þegar ég fór að fylgjast með mannlífinu öllu að við gerum vel í því að huga betur en áður að geðheilbrigði. Í fyrsta lagi vegna þess að það á að vera skylda okkar allra í samfélaginu að flestum líði vel, hjálpa fólki sem veikist og þeim sem lenda í erfiðleikum vegna streitu, kulnunar og kvíða. Þar fyrir utan þá er það nú þannig að öllum kröftum sem við verjum í þetta og öllum fjármunum sem við verjum í geðheilbrigði er vel varið,“ segir Guðni.Bryndís segir mikilvægt að sem flestir taki þátt í rannsókninni svo að hægt sé að nota upplýsingarnar úr henni til að draga ályktanir.vísir/vilhelmLangtímarannsókn sem stendur til 2021 Rannsóknin er langtímarannsókn. Hún hefst nú í ár og verður svo fylgt eftir á næsta ári og árið 2021. Bryndís segir að þannig sé hægt að skoða breytingar á geðheilsu þjóðarinnar og hvernig áhrifaþættirnir breytast yfir þennan tíma. Aðspurð hvernig rannsóknin fer fram segir Bryndís að um símakönnun sé að ræða þar sem hringt er út í þá einstaklinga sem lentu í úrtaki rannsóknarinnar. „Það eru sérþjálfaðir spyrlar við HR sem munu fara yfir spurningalistann með þátttakendum. Öll svör eru ópersónuleg og rannsóknin er gerð með samþykki vísindasiðanefndar og Persónuverndar,“ segir Bryndís og bætir við að rannsóknin sé styrkt af RANNÍS.Rannsóknin er gerð á meðal karla og kvenna á aldrinum 18 til 80 ára.vísir/vilhelmMikilvægt að sem flestir taki þátt Eins og áður segir voru fyrstu bréfin send til þátttakenda í gær en þau verða send út í hollum þar til allir þeir átta þúsund sem boðið er að taka þátt hafa fengið bréf. Fleiri mega því eiga von á að fá bréf á næstu vikum og mánuðum. „Við viljum ekki að það líði meira en vika frá því að bréfið kemur og þangað til því að er fylgt eftir með símtali. Þetta eru auðvitað mjög mörg símtöl þannig að við verðum að hringja næstu þrjá, fjóra mánuðina og munum slaka út bréfunum í hollum þannig að símhringing komi nokkuð fljótt í kjölfarið.“ Bryndís segir það mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt. „Úrtakið er stórt vegna þess að við erum að skoða fjölmörg atriði í lífi einstaklinga og sum kannski sem eru ekkert mjög algeng og þá þarf stórt úrtak. En aðalatriðið er að fá stórt svarhlutfall því með úrtakinu viljum geta gefið heildstæða mynd af geðheilsu Íslendinga og til þess að geta gert það þurfum við hátt svarhlutfall svo við getum notað upplýsingar til að draga ályktanir um þýði Íslendinga,“ segir Bryndís.Allar nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Forseti Íslands Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Umfangsmikil rannsókn á geðheilsu Íslendinga sem vísindamenn við Háskólann í Reykjavík standa að fer af stað nú í vikunni en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari rannsóknarinnar. Átta þúsund manns fá boð um að taka þátt samkvæmt tilviljunarúrtaki úr Þjóðskrá. Fyrstu bréfin fóru af stað til þátttakenda í gær sem munu svo símtal síðar í vikunni eða í næstu viku þar sem þeir verða beðnir um að svara spurningalista rannsóknarinnar.Rannsóknin, sem gerð er af vísindamönnum við HR, hefst nú í vikunni.vísir/vilhelmFélagsleg samskipti og streituvaldandi atburðir til skoðunar Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við HR, og Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við skólann, stýra rannsókninni. „Við erum að fara að rannsaka geðheilsu karla og kvenna á aldrinum 18 til 80 ára. Í því samhengi erum við að fara að skoða tvo áhrifaþætti geðheilbrigðis sem eru félagsleg samskipti og stuðningur og síðan streituvaldandi atburðir, reynslu og áföll,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Þannig sé verið að kortleggja streituvaldandi atburði í lífi Íslendinga auk þess sem verið að skoða geðheilbrigði þjóðarinnar. „Og sjá hverjir eru algengastir og hverjir hafa mest áhrif á geðheilsu Íslendinga í dag,“ segir Bryndís.Rannsóknin er umfangsmikil og verður þúsundum Íslendinga boðið að taka þátt.vísir/vilhelmÁkveðin teikn á lofti um einhverjar breytingar varðandi geðheilbrigði Hún segir að það séu nokkrir þættir sem komi til varðandi það að farið er af stað með svo stóra rannsókn á geðheilsu þjóðarinnar. „Núna eru búin að vera ákveðin merki á lofti um aukningu á kvíða og þunglyndi, sérstaklega hjá ungu fólk. Ég hef starfað við rannsóknir hjá Rannsóknir og greiningu frá árinu 1999 og birt vísindagreinar með samstarfsfólki mínu þar um aukningu á kvíða og þunglyndi, sérstaklega hjá stúlkum en líka drengjum á undanförnum árum.“ Hjá eldra fólki nefnir Bryndís síðan vísbendingar um að örorka vegna geðrænna vandamála sé að aukast. „Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að það séu einhverjar breytingar í gangi varðandi geðheilbrigði sem er mjög mikilvægt að rannsaka og afla betri gagna en við höfum núna og við vonumst til að þessi rannsókn komi til móts við þá þörf,“ segir Bryndís. Síðan eru það streituvaldandi þættirnir en Bryndís hefur rannsakað ofbeldi undanfarin ár, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og þá sérstaklega gegn ungu fólki. „Í raun og veru höfum við ekki hingað til haft upplýsingar um áföll, streituvaldandi atburði, og þar með talið ofbeldi í lífi Íslendinga. Þetta viðfangsefni er þannig séð nýlega komið upp á yfirborðið. Þetta var mjög falið, margir af þessum streituvaldandi atburðum sem við vitum að hafa mjög sterk áhrif á geðheilsu.“Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hér á fullveldisafmælinu í Hörpu þann 1. desember ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni. Hún hefur einnig beitt sér í geðheilbrigðismálum og er til að mynda verndari Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.vísir/vilhelmForsetinn hvetur þá sem lenda í úrtakinu til þess að taka þátt Eins og áður segir er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verndari rannsóknarinnar. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji lýðheilsu og þar með talda geðheilsu afar brýnt málefni. Því sé sjálfsagt að hann leggi sitt af mörkum með þessum hætti til rannsóknarinnar. „Ég geri það í þeirri von og vissu að það sé vandað til verka og að mér takist jafnvel að vekja athygli á rannsókninni og hvetja þá sem lenda í úrtakinu til þess að taka þátt,“ segir Guðni. Aðspurður hvort að geðheilsa og geðheilbrigði hafi verið honum hugleikið lengi eða hvort hann hafi farið að veita málefninu athygli eftir að hann tók við embætti forseta kveðst hann ekki hafa látið neitt að sér kveða í þessum efnum fyrr en varð forseti. „En eftir það er mér ljúft og skylt að reyna að styðja góð málefni. Ég fann fljótt og sá þegar ég fór að fylgjast með mannlífinu öllu að við gerum vel í því að huga betur en áður að geðheilbrigði. Í fyrsta lagi vegna þess að það á að vera skylda okkar allra í samfélaginu að flestum líði vel, hjálpa fólki sem veikist og þeim sem lenda í erfiðleikum vegna streitu, kulnunar og kvíða. Þar fyrir utan þá er það nú þannig að öllum kröftum sem við verjum í þetta og öllum fjármunum sem við verjum í geðheilbrigði er vel varið,“ segir Guðni.Bryndís segir mikilvægt að sem flestir taki þátt í rannsókninni svo að hægt sé að nota upplýsingarnar úr henni til að draga ályktanir.vísir/vilhelmLangtímarannsókn sem stendur til 2021 Rannsóknin er langtímarannsókn. Hún hefst nú í ár og verður svo fylgt eftir á næsta ári og árið 2021. Bryndís segir að þannig sé hægt að skoða breytingar á geðheilsu þjóðarinnar og hvernig áhrifaþættirnir breytast yfir þennan tíma. Aðspurð hvernig rannsóknin fer fram segir Bryndís að um símakönnun sé að ræða þar sem hringt er út í þá einstaklinga sem lentu í úrtaki rannsóknarinnar. „Það eru sérþjálfaðir spyrlar við HR sem munu fara yfir spurningalistann með þátttakendum. Öll svör eru ópersónuleg og rannsóknin er gerð með samþykki vísindasiðanefndar og Persónuverndar,“ segir Bryndís og bætir við að rannsóknin sé styrkt af RANNÍS.Rannsóknin er gerð á meðal karla og kvenna á aldrinum 18 til 80 ára.vísir/vilhelmMikilvægt að sem flestir taki þátt Eins og áður segir voru fyrstu bréfin send til þátttakenda í gær en þau verða send út í hollum þar til allir þeir átta þúsund sem boðið er að taka þátt hafa fengið bréf. Fleiri mega því eiga von á að fá bréf á næstu vikum og mánuðum. „Við viljum ekki að það líði meira en vika frá því að bréfið kemur og þangað til því að er fylgt eftir með símtali. Þetta eru auðvitað mjög mörg símtöl þannig að við verðum að hringja næstu þrjá, fjóra mánuðina og munum slaka út bréfunum í hollum þannig að símhringing komi nokkuð fljótt í kjölfarið.“ Bryndís segir það mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt. „Úrtakið er stórt vegna þess að við erum að skoða fjölmörg atriði í lífi einstaklinga og sum kannski sem eru ekkert mjög algeng og þá þarf stórt úrtak. En aðalatriðið er að fá stórt svarhlutfall því með úrtakinu viljum geta gefið heildstæða mynd af geðheilsu Íslendinga og til þess að geta gert það þurfum við hátt svarhlutfall svo við getum notað upplýsingar til að draga ályktanir um þýði Íslendinga,“ segir Bryndís.Allar nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira