Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:08 Frá fundi samninganefndar SGS í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. Næsti samningafundur með Samtökum atvinnulífsins fer fram eftir hádegi í dag að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Hann útilokar ekki að viðræðunum verði vísað til ríkissáttasemjara en of snemmt sé að segja til um það að svo stöddu. „Það er alltaf til umræðu hjá starfsgreinasambandinu að vísa þessu til sáttasemjara ef við teljum að það sé ekkert að gerast og samninganefnd starfsgreinasambandsins kemur saman á fimmtudaginn og þar sem það verður eitt af þeim málefnum sem að við munum ræða. En mér finnst mjög sterkt til orða tekið að segja að það sjái til lands, ég myndi ekki orða það þannig, ég held að við séum ennþá úti á rúmsjó í þessu,“ segir Flosi. Í grein eftir Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, sem birtist í gær segir hann að Samtök atvinnulífsins vilji að yfirvinnuálagsprósenta verði lækkuð úr 80 prósentum í 66 prósent en að því hafni félögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til sáttasemjara alfarið. Flosi kveðst vera á sama máli. „Þeim tillögum sem fram komu frá Samtökum atvinnulífsins sem fram komu í upphafi ársins um mjög margháttaðar breytingar á vinnutímaálagi og fleira var bara hafnað af sameiginlegri samninganefnd og það hefur ekkert breyst í því efni,“ segir Flosi. Í fyrrnefndri grein Vilhjálms Birgissonar segist hann telja meiri líkur á því að það stefni í hörð verkfallsátök í byrjun mars en að samningar náist. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst vera ögn bjartsýnni. „Vilhjálmur er reynslumeiri en ég í þessu, hann er mikill reynslubolti í kjarasamningum og ég ber alla virðingu fyrir hans mati á stöðunni en ég ætla í sjálfu sér ekki að gera annað en að vona það besta eins og staðan er í dag. Við erum öll að reyna að leggja okkur undir 110% fram við að reyna að leysa þetta og ná samningum. Ég er ekki kannski dómbær á stöðuna akkúrat núna en ég ætla bara að vona það besta,“ segir Ragnar Þór. Næsti formlegi samningafundur VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur með Samtökum atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. 1. febrúar 2019 20:30 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. Næsti samningafundur með Samtökum atvinnulífsins fer fram eftir hádegi í dag að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Hann útilokar ekki að viðræðunum verði vísað til ríkissáttasemjara en of snemmt sé að segja til um það að svo stöddu. „Það er alltaf til umræðu hjá starfsgreinasambandinu að vísa þessu til sáttasemjara ef við teljum að það sé ekkert að gerast og samninganefnd starfsgreinasambandsins kemur saman á fimmtudaginn og þar sem það verður eitt af þeim málefnum sem að við munum ræða. En mér finnst mjög sterkt til orða tekið að segja að það sjái til lands, ég myndi ekki orða það þannig, ég held að við séum ennþá úti á rúmsjó í þessu,“ segir Flosi. Í grein eftir Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, sem birtist í gær segir hann að Samtök atvinnulífsins vilji að yfirvinnuálagsprósenta verði lækkuð úr 80 prósentum í 66 prósent en að því hafni félögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til sáttasemjara alfarið. Flosi kveðst vera á sama máli. „Þeim tillögum sem fram komu frá Samtökum atvinnulífsins sem fram komu í upphafi ársins um mjög margháttaðar breytingar á vinnutímaálagi og fleira var bara hafnað af sameiginlegri samninganefnd og það hefur ekkert breyst í því efni,“ segir Flosi. Í fyrrnefndri grein Vilhjálms Birgissonar segist hann telja meiri líkur á því að það stefni í hörð verkfallsátök í byrjun mars en að samningar náist. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst vera ögn bjartsýnni. „Vilhjálmur er reynslumeiri en ég í þessu, hann er mikill reynslubolti í kjarasamningum og ég ber alla virðingu fyrir hans mati á stöðunni en ég ætla í sjálfu sér ekki að gera annað en að vona það besta eins og staðan er í dag. Við erum öll að reyna að leggja okkur undir 110% fram við að reyna að leysa þetta og ná samningum. Ég er ekki kannski dómbær á stöðuna akkúrat núna en ég ætla bara að vona það besta,“ segir Ragnar Þór. Næsti formlegi samningafundur VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur með Samtökum atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. 1. febrúar 2019 20:30 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24
Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. 1. febrúar 2019 20:30
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17