Lífið

Fyrsta skiptið í ræktinni með 320 kílóa manni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Casey King er byrjaður að hreyfa sig.
Casey King er byrjaður að hreyfa sig.
Casey King er 34 ára karlmaður frá Georgíu í Bandaríkjunum sem er um 320 kíló. Hann eyðir öllum dögum nakinn uppi í rúmi að spila tölvuleiki og þarf að fara í bað í sérstöku baðkari úti á verönd fyrir utan heimili sitt.

Faðir mannsins þarf alfarið að sjá um hann. Farið er yfir sögu Casey King í nýrri þáttaröð TLC sem ber nafnið Family by the Ton. Faðir hans baðar hann og skeinir honum eftir klósettferðir.

Hann vaknar vanalega í hádeginu, borðar og eyðir síðan restinni af deginum uppi í rúmi í tölvuleikjum.

Nú er Casey byrjaður í ræktinni og fylgst vel með gangi mála. Hann þarf að létta sig um ákveðið mörg kíló til að geta farið í magabandsaðgerð og hefur myndband af fyrstu æfingu hans með einkaþjálfara vakið mikla athygli á YouTube.

Horft hefur verið á það myndband 3,6 milljón sinnum þegar þessi grein er skrifuð og er myndbandið eitt það vinsælasta í heiminum í dag.

Hér að neðan má sjá hvernig fyrsta æfingin gekk hjá kappanum en hann hafði áður byrjað í sundlaug þar sem auðveldara er fyrir hann að hreyfa sig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.