Neitað um laun nema framvísa vegabréfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að líkja megi ólaunuðum prufuvöktum við nútíma þrælahald. Vísir/Sigurjón Ólason Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”. Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”.
Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira