Kristaps Porzingis til Dallas eftir sjö manna skipti í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 10:30 Kristaps Porzingis. Getty/Abbie Parr Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira