Pottaplöntuæði runnið á landsmenn Björk Eiðsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 06:15 Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur kennir landsmönnum allt það helsta um umhirðu pottaplantna. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Vinsældir pottaplanta hafa aukist jafnt og þétt hér á landi eftir að hafa kannski dottið aðeins út af vinsældalistanum um hríð. Uppbókað er á hvert pottaplöntunámskeiðið á fætur öðru hjá Blómavali en landann þyrstir í fróðleik um umpottun, uppröðun og vökvun. Það eru garðyrkjufræðingarnir Lára Jónsdóttir og Vilmundur Hansen sem fræða þátttakendur á líflegan hátt eina kvöldstund; uppbókað er á næsta námskeið nú á fimmtudaginn en skráning hafin á aukanámskeið þann 7. mars næstkomandi. Lára segir vinsældir pottaplantna hafa aukist jafnt og þétt síðustu tvö ár eftir að hafa dalað upp úr árinu 2000. „Með tilkomu Instagram, bloggsíðna, Youtube og þess háttar fær fólk aftur á móti hugmyndir og áhuga. Vel hirtar pottaplöntur eru mublur ef þeim er valinn réttur staður, rétt birta, og vökvun og það hefur verið virkilega gaman að sinna þessum áhuga.“Kaktusar og þykkblöðungar njóta vinsælda sem fyrr. Fjölmargir hafa fengið það mikinn áhuga á plöntum að þeir hafa nánast fyllt heimili sínum af ýmiss konar plöntum en Lára segir mikilvægt að hver planta njóti sín. „En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt þó þær lifi ekki endalaust.“ Aðspurð hvaða plöntur njóti mesta vinsælda þessa dagana telur Lára upp bæði kunnugleg og framandi nöfn fyrir leikmanninn. „Kaktusar og þykkblöðungar eru vinsælir, friðarlilja einnig en hún er lofthreinsandi, rifblaðka hefur slegið í gegn sem og indjánafjöður sem er á lista NASA yfir plöntur sem hreinsa loftið. Drekatré eru svo til í mörgum gerðum og erum mjög duglegar plöntur. Einnig mætti nefna sómakólf og yukku svo dæmi séu tekin.“ En hvað ætli sé mikilvægast að hafa í huga? „Það þarf smá reglu í umhirðuna og það er mikilvægt að læra á muninn á sumri og vetri en það er vökvað minna yfir vetrartímann því þá er birtan minni. Samspilið milli lítillar birtu og hins mikla hita sem er í okkar húsum að vetrinum getur reynst plöntum dálítið erfitt,“ bendir Lára á. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Vinsældir pottaplanta hafa aukist jafnt og þétt hér á landi eftir að hafa kannski dottið aðeins út af vinsældalistanum um hríð. Uppbókað er á hvert pottaplöntunámskeiðið á fætur öðru hjá Blómavali en landann þyrstir í fróðleik um umpottun, uppröðun og vökvun. Það eru garðyrkjufræðingarnir Lára Jónsdóttir og Vilmundur Hansen sem fræða þátttakendur á líflegan hátt eina kvöldstund; uppbókað er á næsta námskeið nú á fimmtudaginn en skráning hafin á aukanámskeið þann 7. mars næstkomandi. Lára segir vinsældir pottaplantna hafa aukist jafnt og þétt síðustu tvö ár eftir að hafa dalað upp úr árinu 2000. „Með tilkomu Instagram, bloggsíðna, Youtube og þess háttar fær fólk aftur á móti hugmyndir og áhuga. Vel hirtar pottaplöntur eru mublur ef þeim er valinn réttur staður, rétt birta, og vökvun og það hefur verið virkilega gaman að sinna þessum áhuga.“Kaktusar og þykkblöðungar njóta vinsælda sem fyrr. Fjölmargir hafa fengið það mikinn áhuga á plöntum að þeir hafa nánast fyllt heimili sínum af ýmiss konar plöntum en Lára segir mikilvægt að hver planta njóti sín. „En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt þó þær lifi ekki endalaust.“ Aðspurð hvaða plöntur njóti mesta vinsælda þessa dagana telur Lára upp bæði kunnugleg og framandi nöfn fyrir leikmanninn. „Kaktusar og þykkblöðungar eru vinsælir, friðarlilja einnig en hún er lofthreinsandi, rifblaðka hefur slegið í gegn sem og indjánafjöður sem er á lista NASA yfir plöntur sem hreinsa loftið. Drekatré eru svo til í mörgum gerðum og erum mjög duglegar plöntur. Einnig mætti nefna sómakólf og yukku svo dæmi séu tekin.“ En hvað ætli sé mikilvægast að hafa í huga? „Það þarf smá reglu í umhirðuna og það er mikilvægt að læra á muninn á sumri og vetri en það er vökvað minna yfir vetrartímann því þá er birtan minni. Samspilið milli lítillar birtu og hins mikla hita sem er í okkar húsum að vetrinum getur reynst plöntum dálítið erfitt,“ bendir Lára á.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira