„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 12:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07
Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48