Körfubolti

Darri Freyr: Ég er bara í Euphoria

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Valsstúlkur fagna í dag
Valsstúlkur fagna í dag vísir/vilhelm
„Ég er bara í Euphoria, ógeðslega sáttur og stoltur.“ sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Valskvenna eftir sigur í Geysisbikarnum 2019.

„Við unnum alla leikhluta og yfir þessa fjóra leikhluta þá náðum við alltaf að finna aðeins betri lausnir en Stjarnan sem er mjög ánægjulegt, það gerir mig mjög ánægðan sem þjálfara þegar þetta er minna sveiflukennt.“

Það voru mörg áhlaup í þessum leik og voru liðin að skiptast á að skora 6-7 stig í röð. Darri minntist aðeins á þetta. 

„Þetta voru svona míkró áhlaup, maður vill frekar horfa á hver er að taka skotin. Mér fannst við gera það vel með Stjörnuna."

Sóknarleikur Vals gekk mjög vel í dag og voru Valsstelpur alltaf að finna einhverjar lausnir á varnarleik Stjörnunnar. 

„Varnarlega byrjuðum við að skipta á Dani, þær leystu það betur þegar leið á annan leikhluta og þá breyttum við aðeins. Þannig við vorum alltaf að reyna að breyta örlítið til. Sóknarlega reynum við að fara mikið í gegnum Helenu og það gekk svona ljómandi vel í dag líka en aðrar stigu mikið upp og sérstaklega hérna í seinni hálfeik og má þar nefna Guðbjörgu“

Nú er bikarnum lokið og Valsarar standa uppi sem sigurvegarar Geysisbikarsins. Aðspurður hvort að Valsarar tækju Íslandsmeistaratitilinn líka svaraði Darri:

„Við ætlum að byrja á að vera mjög glaðar með þetta og fá að njóta augnabliksins. Þetta er í fyrsta sinn sem körfuknattleiksdeildin hjá Val kvennamegin vinnur bikar og hún er búin að vera til í fullt af árum þannig þetta er drulluflott afrek, en ef þú spyrð mig á mánudaginn þá verð ég sennilega kominn með annað svar“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×