Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 19:56 Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira