Föstudagsplaylisti Finnboga Arnar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:46 Finnbogi Örn Einarsson fremstur í Great Grief flokki. Gunnar Ingi Jones Finnbogi Örn Einarsson er framtakssamur ungur þungarokksfrömuður. Hann er gítarleikari sveitarinnar Une Misére sem nýlega skrifaði undir samning við Nuclear Blast útgáfurisann, ásamt því að vera vókalisti síðharðkjarnasveitarinnar Great Grief. Great Grief gáfu einmitt út sína aðra plötu á dögunum, Love, Lust and Greed, hjá bandarísku útgáfunni No Sleep Records. Í vikunni var svo tilkynnt að þeir myndu koma fram á hinni margrómuðu Roadburn-hátíð í Tilburg í Hollandi. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum á laugardaginn eftir viku, en þar koma einnig fram Elli Grill, Grit Teeth og DJ Dóra Júlía. „Ætlunin með þessum lista er að reyna að troða gjörsamlega öllu sem ég gæti hugsað mér að hlusta á einn með sjálfum mér í einn 20 laga kassa,“ útskýrir Finnbogi, og segir að mörgu hafi þurft að fórna, „eins og allri kántrítónlistinni sem ég hlusta á, og mikið af pólítíska hardcorinu sem ég elska.“ Einhver laganna eru eftir listafólk sem Finnbogi deilir sviði með á næstu misserum, eins og áðurnefndur Elli Grill og Grit Teeth, ásamt Lingua Ignota. Svo eru lögin með Gay For Johnny Depp, Author & Punisher og Billie Eilish á listanum „slagarar sem gætu látið fólki líða vel,“ eins og Finnbogi orðar það. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Finnbogi Örn Einarsson er framtakssamur ungur þungarokksfrömuður. Hann er gítarleikari sveitarinnar Une Misére sem nýlega skrifaði undir samning við Nuclear Blast útgáfurisann, ásamt því að vera vókalisti síðharðkjarnasveitarinnar Great Grief. Great Grief gáfu einmitt út sína aðra plötu á dögunum, Love, Lust and Greed, hjá bandarísku útgáfunni No Sleep Records. Í vikunni var svo tilkynnt að þeir myndu koma fram á hinni margrómuðu Roadburn-hátíð í Tilburg í Hollandi. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum á laugardaginn eftir viku, en þar koma einnig fram Elli Grill, Grit Teeth og DJ Dóra Júlía. „Ætlunin með þessum lista er að reyna að troða gjörsamlega öllu sem ég gæti hugsað mér að hlusta á einn með sjálfum mér í einn 20 laga kassa,“ útskýrir Finnbogi, og segir að mörgu hafi þurft að fórna, „eins og allri kántrítónlistinni sem ég hlusta á, og mikið af pólítíska hardcorinu sem ég elska.“ Einhver laganna eru eftir listafólk sem Finnbogi deilir sviði með á næstu misserum, eins og áðurnefndur Elli Grill og Grit Teeth, ásamt Lingua Ignota. Svo eru lögin með Gay For Johnny Depp, Author & Punisher og Billie Eilish á listanum „slagarar sem gætu látið fólki líða vel,“ eins og Finnbogi orðar það.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira