Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1991 sem stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte og þar með í fyrsta sinn eftir að Michael Jordan eignaðist meirihluta í félaginu. Það var því vel við hæfi að leikurinn fari fram á afmælisdegi Michael Jeffrey Jordan.
Nú er bara stóra spurning hvort að það verði eitthvað afmælisþema í gangi þetta kvöld en það má nú ganga að því vísu að Michael Jordan muni sjálfur mæta á svæðið.
Michael Jordan talks about how the All-Star game will help showcase the Hornets. pic.twitter.com/vR5BS4hxLY
— Steve Reed (@SteveReedAP) February 12, 2019
Michael Jordan spilaði sjálfur þrettán Stjörnuleiki og var með í þeim 20,2 stig að meðaltali.
Jordan var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þrisvar sinnum eða 1988, 1996 og 1998. Hann vann troðslukeppnina 1987 og 1988.
What is it like to play for Michael Jordan? Hornets forward Marvin Williams calls it the million-dollar question. @JeffZillgitt went to Charlotte ahead of All-Star weekend to find out. https://t.co/dkShKX7DtX
— USA TODAY NBA (@usatodaynba) February 14, 2019
Þegar Stjörnuleikurinn fór síðast fram í Charlotte árið 1991 þá var Michael Jordan með 26 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 36 mínútum. Austrið vann og Charles Barkley var valinn bestur en hann tók 22 fráköst og skoraði 17 stig í þessum leik.
From jerseys to the mix of retro sneakers, Hornets owner Michael Jordan will have a lot on display during the All-Star Weekend.https://t.co/ImMGoTfPqp
— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) February 14, 2019