Kareem Abdul-Jabbar líkir „geitarumræðunni“ í NBA við slæman kynsjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 09:30 Kareem Abdul-Jabbar. Getty/Jeff Kravitz Kareem Abdul-Jabbar er alveg búinn að fá nóg af „geitarumræðunni“ en körfuboltasérfæðingar eða körfuboltaáhugamenn þreytast seint á að tala um hver sé besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Abdul-Jabbar er vissulega einn af þeim sem kemur til greina en hann er sexfaldur NBA-meistari með tveimur félögum, var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar og er stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA með 38387 stig. Upp á síðkastið hefur umræðan að mestu snúist um þá LeBron James og Michael Jordan en einhverjir hafa líka blandað Kobe Bryant inn í málið. Það heyrist minna af rökum fyrir Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain eða Bill Ruseell.Kareem is tired of the GOAT debate and compared it to a "nasty STD"...https://t.co/M0c3K4YnBGpic.twitter.com/JEea7VNqDR — Yahoo Sports (@YahooSports) February 15, 2019Kareem Abdul-Jabbar er orðinn mjög þreyttur á þessu og vill að menn hætti að velta því fyrir sér hver sér sá besti í sögunni. „Þessi umræða er eins og slæmur kynsjúkdómur,“ skrifaði Abdul-Jabbar í grein í Newsweek og bætir við: „Það er eins og spyrja: Hversu stórt er hornið á einhyrningi? Því er ómögulegt að svara,“ skrifaði Abdul-Jabbar. Kareem Abdul-Jabbar er samt mjög ánægður með LeBron James sem honum finnst vera frábær fyrirmynd ekki síst hversu mikið hann hefur lagt á sig að halda sér á toppnum í sextán ár. „LeBron James er stærri en GOAT (Greatest of all time) umræðan. Hann er hetja á okkar tímum,“ skrifaði Kareem Abdul-Jabbar og er fyrirsögnin á grein hans í Newsweek. Það má lesa hana alla hér. NEW COVER STORY -> Kareem Abdul-Jabbar (@kaj33) says LeBron James (@KingJames) is bigger than the GOAT debate, he's a hero for our time https://t.co/wB2a1GvWstpic.twitter.com/KmkXo1YVXe — Newsweek (@Newsweek) February 14, 2019 NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kareem Abdul-Jabbar er alveg búinn að fá nóg af „geitarumræðunni“ en körfuboltasérfæðingar eða körfuboltaáhugamenn þreytast seint á að tala um hver sé besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Abdul-Jabbar er vissulega einn af þeim sem kemur til greina en hann er sexfaldur NBA-meistari með tveimur félögum, var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar og er stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA með 38387 stig. Upp á síðkastið hefur umræðan að mestu snúist um þá LeBron James og Michael Jordan en einhverjir hafa líka blandað Kobe Bryant inn í málið. Það heyrist minna af rökum fyrir Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain eða Bill Ruseell.Kareem is tired of the GOAT debate and compared it to a "nasty STD"...https://t.co/M0c3K4YnBGpic.twitter.com/JEea7VNqDR — Yahoo Sports (@YahooSports) February 15, 2019Kareem Abdul-Jabbar er orðinn mjög þreyttur á þessu og vill að menn hætti að velta því fyrir sér hver sér sá besti í sögunni. „Þessi umræða er eins og slæmur kynsjúkdómur,“ skrifaði Abdul-Jabbar í grein í Newsweek og bætir við: „Það er eins og spyrja: Hversu stórt er hornið á einhyrningi? Því er ómögulegt að svara,“ skrifaði Abdul-Jabbar. Kareem Abdul-Jabbar er samt mjög ánægður með LeBron James sem honum finnst vera frábær fyrirmynd ekki síst hversu mikið hann hefur lagt á sig að halda sér á toppnum í sextán ár. „LeBron James er stærri en GOAT (Greatest of all time) umræðan. Hann er hetja á okkar tímum,“ skrifaði Kareem Abdul-Jabbar og er fyrirsögnin á grein hans í Newsweek. Það má lesa hana alla hér. NEW COVER STORY -> Kareem Abdul-Jabbar (@kaj33) says LeBron James (@KingJames) is bigger than the GOAT debate, he's a hero for our time https://t.co/wB2a1GvWstpic.twitter.com/KmkXo1YVXe — Newsweek (@Newsweek) February 14, 2019
NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira