Mæta með gagntilboð í Karphúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 00:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30