Sjö manna fjölskylda í tíu fermetra íbúð Heimsljós kynnir 14. febrúar 2019 10:45 Hans Steinar Bjarnason ásamt fjölskyldunni sem hann fjallar um í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi. Emebet og eiginmaður hennar Behailu búa ásamt fimm börnum sínum í um það bil 10-15 fermetra húsi í smábænum Iteye í Eþípíu. Þau eru ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa yfir 1600 börnum sem eru í þessum fjölskyldum. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið að stærstum hluta ásamt Fjölskylduvinum SOS á Íslandi. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti fjölskyldu Emebet og tók hana tali.Eiginmaðurinn sjónskerturBehailu, eiginmaður Emebet, er sjónskertur og getur því aðeins að takmörkuðu leyti tekið þátt í að framfleyta fjölskyldu sinni. Emebet starfaði áður fyrir aðrar fjölskyldur við að baka þjóðlegu pönnukökurnar „injera“ sem heimafólk borðar með nær öllum mat en nú starfar hún sjálfstætt. SOS skaffaði henni yfir 100 kg af teff grjónum til injera-gerðar sem hún selur á markaði. Áður gátu börnin ekki sótt skóla að fullu því þau þurftu að afla tekna fyrir heimilið. En nú er staða fjölskyldunnar mun betri. Ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla„Með tilkomu fjölskyldueflingar SOS þurfa börnin ekki lengur að vinna með skólanum til að hjálpa við framfærslu heimilisins. Börnin kunna vel við sig í skólanum og vegna ykkar aðstoðar hafa þau nú fengið skólabúninga og námsgögn. Það er ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla. -- Við sjáum fram á bjarta framtíð ef þið haldið áfram að styðja okkur,“ segir Emebet. Eldri sonurinn, Yohanis, náði ekki nógu góðum einkunnum til að komast í framhaldsskóla en fyrir tilstilli fjölskyldueflingar SOS hefur honum boðist starfsmenntun í iðnnámi. Þannig getur hann aflað tekna fyrir heimilið meðan hann er í launuðu starfsnámi.Löggur, læknar og flugmaðurBörnin eru með skýr markmið fyrir framtíðina. Þau voru spurð hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór. „Mig langar að verða flugmaður og líka að læra að tala ensku eins vel og þú.“ segir Yohanis. Systur hans Bereket og Minilik ætla að verða læknar, hin fjögurra ára Mezgiboshal ætlar að verða lögga eins og 12 ára bróðir hennar, Tekle. En af hverju lögga? „Af því að það eru svo margir þjófar í landinu okkar sem ég ætla að handtaka.“ segir Tekle við mikinn fögnuð spyrilsins, Hans Steinars frá Íslandi, sem varð fyrir því óláni að símanum hans var stolið í höfuðborginni Addis Ababa. „Geturðu hjálpað mér að finna símann minn? Honum var stolið.“ -„Já!“ svaraði Tekle að bragði.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Emebet og eiginmaður hennar Behailu búa ásamt fimm börnum sínum í um það bil 10-15 fermetra húsi í smábænum Iteye í Eþípíu. Þau eru ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa yfir 1600 börnum sem eru í þessum fjölskyldum. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið að stærstum hluta ásamt Fjölskylduvinum SOS á Íslandi. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti fjölskyldu Emebet og tók hana tali.Eiginmaðurinn sjónskerturBehailu, eiginmaður Emebet, er sjónskertur og getur því aðeins að takmörkuðu leyti tekið þátt í að framfleyta fjölskyldu sinni. Emebet starfaði áður fyrir aðrar fjölskyldur við að baka þjóðlegu pönnukökurnar „injera“ sem heimafólk borðar með nær öllum mat en nú starfar hún sjálfstætt. SOS skaffaði henni yfir 100 kg af teff grjónum til injera-gerðar sem hún selur á markaði. Áður gátu börnin ekki sótt skóla að fullu því þau þurftu að afla tekna fyrir heimilið. En nú er staða fjölskyldunnar mun betri. Ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla„Með tilkomu fjölskyldueflingar SOS þurfa börnin ekki lengur að vinna með skólanum til að hjálpa við framfærslu heimilisins. Börnin kunna vel við sig í skólanum og vegna ykkar aðstoðar hafa þau nú fengið skólabúninga og námsgögn. Það er ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla. -- Við sjáum fram á bjarta framtíð ef þið haldið áfram að styðja okkur,“ segir Emebet. Eldri sonurinn, Yohanis, náði ekki nógu góðum einkunnum til að komast í framhaldsskóla en fyrir tilstilli fjölskyldueflingar SOS hefur honum boðist starfsmenntun í iðnnámi. Þannig getur hann aflað tekna fyrir heimilið meðan hann er í launuðu starfsnámi.Löggur, læknar og flugmaðurBörnin eru með skýr markmið fyrir framtíðina. Þau voru spurð hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór. „Mig langar að verða flugmaður og líka að læra að tala ensku eins vel og þú.“ segir Yohanis. Systur hans Bereket og Minilik ætla að verða læknar, hin fjögurra ára Mezgiboshal ætlar að verða lögga eins og 12 ára bróðir hennar, Tekle. En af hverju lögga? „Af því að það eru svo margir þjófar í landinu okkar sem ég ætla að handtaka.“ segir Tekle við mikinn fögnuð spyrilsins, Hans Steinars frá Íslandi, sem varð fyrir því óláni að símanum hans var stolið í höfuðborginni Addis Ababa. „Geturðu hjálpað mér að finna símann minn? Honum var stolið.“ -„Já!“ svaraði Tekle að bragði.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent