Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið.
Hann segir að hlutafjáraukningin hafi öll komið frá þeim hluthöfum sem fyrir voru. Hluthafahópurinn sé því óbreyttur.
„Félagið er í nýjum verkefnum og ýmsu sem þarf að standa straum af eins og gengur,“ segir Sigurbjörn í samtali við Markaðinn.
Þórsmörk á 99 prósenta hlut í Árvakri sem er útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is og K100. Árvakur tapaði tapaði 284 milljónum króna árið 2017 samanborið við 50 milljóna króna tap árið 2016.
Útgáfufélagið sagði tapið skrifast á harðnandi samkeppni við Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði. Þá hefði launakostnaður hækkað ört og uppbygging nýrrar starfsemi kostað töluvert fé.
Stærstu hluthafar Þórsmerkur samkvæmt nýjustu tiltæku upplýsingum eru Guðbjörg Matthíasdóttir með 26 prósenta hlut og Eyþór Laxdal Arnalds með tæplega 23 prósenta hlut. Á meðal annarra hluthafa eru Kaupfélag Skagfirðinga og Skinney-Þinganes.
Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent