Sé bara einn uppvís að því að halla réttu máli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2019 08:00 Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fréttamaðurinn Helgi Seljan á RÚV gefur lítið fyrir kröfur um afsökunarbeiðni og boðaða málsókn hjónanna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn honum, Sigmari Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað. Kennitalan hans er í Mogganum í dag, er mér sagt,“ sagði Helgi Seljan um málið. Grein, undirrituð af Jóni Baldvini og Bryndísi með kennitölum þeirra, var birt í Morgunblaðinu í gær. Í henni er útvarpsstjóra gefinn sjö daga frestur til að draga til baka ummæli sem féllu í útvarpsþætti þar sem Sigmar og Helgi ræddu við Aldísi Schram, dóttur þeirra hjóna. Einnig segja þau að útvarpsstjóri eigi að veita Helga og Sigmari alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins og að biðja eigi áheyrendur afsökunar á vinnubrögðum þeirra. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völd um RÚV,“ skrifa þau Bryndís og Jón. Fjölskylda þeirra hafi beðið óbætanlegt tjón af völd um umfjöllunar fréttamanna RÚV. Útvarpsstjóri telur heldur ekki til efni til þess biðja hjónin afsökunar. Hann segir fréttagildi viðtalsins hafi verið ótvírætt og að siðareglur hafi verið virtar við gerð þess. Magnús sagði Jón Baldvin ekki hafa haft beint samband við sig vegna málsins. Ef þau Jón Baldvin og Bryndís telji á sér brotið bendir Magnús Geir á siðanefnd RÚV eða siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Þangað sé alltaf hægt að leita.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira