Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 19:30 Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira