Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:52 Bryndís Shcram og Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttablaðið/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram gefa Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra eina viku til að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Verði útvarpsstjóri ekki við þeirri beiðni hyggjast Jón Baldvin og Bryndís stefna honum, auk dagskrárgerðarmannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Munnhöggvast í Morgunblaðinu Í greininni saka hjónin Sigmar og Helga um tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðingar, fyrst í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar og aftur í grein sem Sigmar og Helgi rituðu í Morgunblaðinu 8. febrúar. Viðtalið á Rás 2 tóku þeir við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins og Bryndísar. Þar sakaði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 23 konur hafa að auki birt nafnlausar frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á bloggsíðu. Heilsíðugrein Jóns Baldvins og Bryndísar í Morgunblaðinu.Skjáskot/Morgunblaðið Jón Baldvin gagnrýndi svo vinnubrögð Sigmars og Helga harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 7. febrúar og sagði það „háalvarlegt mál“ að fjölmiðill á borð við Ríkisútvarpið bæri á borð „falsfréttir“ af þessu tagi fyrir hlustendur sína. Þessu svöruðu svo Sigmar og Helgi í aðsendri grein í Morgunblaðinu daginn eftir, 8. febrúar. Þeir sögðu viðtalið hafa átt fullt erindi við almenning og héldu því auk þess fram að sumt í grein Jóns Baldvins væri bæði rangt og ósmekklegt. Fjórtán dæmi um „falsfréttir“ Í grein sinni spyrja Jón Baldvin og Bryndís hvort vinnubrögð Sigmars og Helga standist siðareglur blaðamanna og ritstjórnarstefnu RÚV. „Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?“ Þá telja Jón Baldvin og Bryndís upp fjórtán dæmi um „falsfréttir“ sem þau segja Sigmar og Helga hafa borið á borð fyrir hlustendur sína í viðtalinu við Aldísi. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson. Krefjast afsökunarbeiðni Að lokum skora þau á útvarpsstjóra að draga til baka „allar þessar tilhæfulausu ásakanir, röngu fullyrðingar og meiðyrði starfsmanna yðar“. Einnig fara þau fram á að Sigmar og Helgi hljóti „alvarlega áminningu“ og jafnframt að áheyrendur Ríkisútvarpsins verði beðnir afsökunar. Jón Baldvin og Bryndís gefa útvarpsstjóra sjö daga frest til að bregðast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskoruninni hyggjast þau stefna honum fyrir rétt. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“ Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram gefa Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra eina viku til að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Verði útvarpsstjóri ekki við þeirri beiðni hyggjast Jón Baldvin og Bryndís stefna honum, auk dagskrárgerðarmannanna Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan. Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Munnhöggvast í Morgunblaðinu Í greininni saka hjónin Sigmar og Helga um tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðingar, fyrst í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar og aftur í grein sem Sigmar og Helgi rituðu í Morgunblaðinu 8. febrúar. Viðtalið á Rás 2 tóku þeir við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins og Bryndísar. Þar sakaði Aldís föður sinn um að hafa farið fram á að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni og ofbeldi. 23 konur hafa að auki birt nafnlausar frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á bloggsíðu. Heilsíðugrein Jóns Baldvins og Bryndísar í Morgunblaðinu.Skjáskot/Morgunblaðið Jón Baldvin gagnrýndi svo vinnubrögð Sigmars og Helga harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 7. febrúar og sagði það „háalvarlegt mál“ að fjölmiðill á borð við Ríkisútvarpið bæri á borð „falsfréttir“ af þessu tagi fyrir hlustendur sína. Þessu svöruðu svo Sigmar og Helgi í aðsendri grein í Morgunblaðinu daginn eftir, 8. febrúar. Þeir sögðu viðtalið hafa átt fullt erindi við almenning og héldu því auk þess fram að sumt í grein Jóns Baldvins væri bæði rangt og ósmekklegt. Fjórtán dæmi um „falsfréttir“ Í grein sinni spyrja Jón Baldvin og Bryndís hvort vinnubrögð Sigmars og Helga standist siðareglur blaðamanna og ritstjórnarstefnu RÚV. „Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?“ Þá telja Jón Baldvin og Bryndís upp fjórtán dæmi um „falsfréttir“ sem þau segja Sigmar og Helga hafa borið á borð fyrir hlustendur sína í viðtalinu við Aldísi. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson. Krefjast afsökunarbeiðni Að lokum skora þau á útvarpsstjóra að draga til baka „allar þessar tilhæfulausu ásakanir, röngu fullyrðingar og meiðyrði starfsmanna yðar“. Einnig fara þau fram á að Sigmar og Helgi hljóti „alvarlega áminningu“ og jafnframt að áheyrendur Ríkisútvarpsins verði beðnir afsökunar. Jón Baldvin og Bryndís gefa útvarpsstjóra sjö daga frest til að bregðast við erindi sínu. Verði hann hins vegar ekki við áskoruninni hyggjast þau stefna honum fyrir rétt. „En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“
Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17