Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Frosti Logason skrifar 11. febrúar 2019 22:03 Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan. Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Málmhaus frumsýnd í Svíþjóð Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon
Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan.
Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Málmhaus frumsýnd í Svíþjóð Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon