Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 20:43 Mahmood átti sigurlagið í ítölsku keppninni í ár. Stefania D'Allesandro Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo: Eurovision Ítalía Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Söngvarinn Mahmood, sigurvegari ítölsku sönghátíðarinnar Sanremo, sem notuð er til þess að ákvarða framlag Ítalíu til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur sætt gagnrýni frá stjórnvöldum á Ítalíu. Þá hafa ráðamenn í landinu gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem er við lýði þegar Eurovision-framlag Ítalíu er valið. Lag Mahmood, Soldi, sigraði keppnina síðastliðið laugardagskvöld þökk sé atkvæðum frá sérstakri dómnefnd sem skipuð er af tónlistarsérfræðingum og blaðamönnum, en nefndin hefur 60% vægi á móti 40% símakosningar þegar kemur að því að velja framlag til Eurovision. Lag söngvarans Niccoló Moriconi, Ultimo, sigraði símakosninguna en vægi dómnefndarinnar var nóg til þess að senda Mahmood áfram. Þó eru ekki allir Ítalir á eitt sáttir með niðurstöðuna en hátt settir aðilar innan ríkisstjórnar Ítalíu hafa lýst yfir óánægju með gang mála. Meðal þeirra er Matteo Salvini, staðgengill forsætisráðherra í ríkisstjórninni en hann tjáði sig um málið á Twitter. „Mahmood… mah… fallegasta ítalska lagið? Ég hefði valið #Ultimo,“ tísti hann eftir að niðurstaðan var ljós. Þá hefur annar staðgengill forsætisráðherrans, Luigi Di Maio, tjáð sig um málið. Hann gagnrýndi harðlega kerfið sem notað er til þess að velja lagið sem kemur fram fyrir hönd Ítalíu í Tel Aviv í maí. Hann segir „botnlausa gjá“ milli fólks í landinu og „elítunnar,“ og heldur því jafnframt fram að sigur Mahmood endurspegli vilja minnihlutans í dómnefndinni sem samanstandi aðallega af blaðamönnum og róttæklingum að því er fram kemur í Facebook-færslu Di Maio. „Á næsta ári ætti kannski bara að syðjast við niðurstöður símakosningarinnar, í ljósi þess að hvert símtal kostar Ítali 51 sent,“ stóð einnig í færslunni. Forseti ítalska ríkisútvarpsins Rai, Marcello Foa, hefur einnig kallað eftir því að kosningakerfinu verði breytt, en hann var skipaður æðsti maður ríkisútvarpsins af ríkisstjórninni í september, við mikil mótmæli miðju- og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna á Ítalíu. Ítalía er meðlimur „hóps hinna stóru fimm“ sem þýðir að landið þarf ekki að taka þátt í undanúrslitakvöldinu heldur kemst framlag þeirra beint á úrslitakvöldið. Ítalir hafa ekki átt neitt sérlega góðu gengi að fagna í Eurovision en landið vann síðast keppnina árið 1990. Síðan þá hefur ítalskt lag tvisvar komist á verðlaunapall í keppninni, árið 2011 lenti Ítalía í öðru sæti og árið 2015 hreppti landið bronsverlaun. Hér að neðan má heyra lögin tvö, Soldi og Ultimo.Soldi:Ultimo:
Eurovision Ítalía Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira