Menning

Bók Hallgríms kemur tvisvar fyrir á metsölulista

Andri Eysteinsson skrifar
Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum
Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum Vísir/Valli/ Penninn
Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson.

Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju.

Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins.

Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×