„Við erum að tapa allt of mörgu fólki í banaslysum“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 10. febrúar 2019 15:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. visir/vilhelm Samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir nauðsynlegt að fara í stórar aðgerðir á vegakerfinu. Umferðaröryggi sé ekki nógu gott og of margir slasast eða láta lífið í umferðinni. Finna þurfi leiðir til fjármögnunar. Mikill umræða hefur verið um vegtolla og réttmæti þeirra en í þættinum Sprengisandi í morgun sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nauðsynlegt að fara í stórar aðgerðir á vegakerfinu því umferðaröryggi sé ábótavant. Það þurfi að fjármagna þær framkvæmdir. „Við erum að tapa allt of mörgu fólki í banaslysum og alvarlegum slysum. Kostnaður samfélagsins er 50-60 milljarðar á ári og þessi plön sem að við höfum verið að leggja áherslu á með umferðaröryggi á umferðaþyngstu og slysamestu stöðunum. Með þessum áformum, að gera meira á næstu fimm, sex árunum en við ætluðum, gætum við minnkað þennan kostnað um helming,“ segir Sigurður. Hann segir umræðuna um veggjöld ekki alltaf málefnalega en gagnrýnt hefur verið að veggjöld hækki skatta á fólkið í landinu. „Við höfum auðvitað sagt að ef við höfum verið að nota eitt prósent af landsframleiðslu til framkvæmda og 75 prósent hafa verið greitt af bifreiðaeigendum. Ef við ætlum að auka viðhaldið, auka framkvæmdirnar og auka þjónustuna, þá munum við nota stærra hlutfall af þessum fjármunum. Hver á þá að fjármagna löggæsluna sem fylgist með umferðinni. Hver á að fjármagna þann kostnað heilbrigðiskerfisins sem kemur til frá umferðinni? Þá þarf einhverstaðar að taka þá peninga og það er þá breytt forgangsröðun,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Samgöngur Sprengisandur Umferðaröryggi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir nauðsynlegt að fara í stórar aðgerðir á vegakerfinu. Umferðaröryggi sé ekki nógu gott og of margir slasast eða láta lífið í umferðinni. Finna þurfi leiðir til fjármögnunar. Mikill umræða hefur verið um vegtolla og réttmæti þeirra en í þættinum Sprengisandi í morgun sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nauðsynlegt að fara í stórar aðgerðir á vegakerfinu því umferðaröryggi sé ábótavant. Það þurfi að fjármagna þær framkvæmdir. „Við erum að tapa allt of mörgu fólki í banaslysum og alvarlegum slysum. Kostnaður samfélagsins er 50-60 milljarðar á ári og þessi plön sem að við höfum verið að leggja áherslu á með umferðaröryggi á umferðaþyngstu og slysamestu stöðunum. Með þessum áformum, að gera meira á næstu fimm, sex árunum en við ætluðum, gætum við minnkað þennan kostnað um helming,“ segir Sigurður. Hann segir umræðuna um veggjöld ekki alltaf málefnalega en gagnrýnt hefur verið að veggjöld hækki skatta á fólkið í landinu. „Við höfum auðvitað sagt að ef við höfum verið að nota eitt prósent af landsframleiðslu til framkvæmda og 75 prósent hafa verið greitt af bifreiðaeigendum. Ef við ætlum að auka viðhaldið, auka framkvæmdirnar og auka þjónustuna, þá munum við nota stærra hlutfall af þessum fjármunum. Hver á þá að fjármagna löggæsluna sem fylgist með umferðinni. Hver á að fjármagna þann kostnað heilbrigðiskerfisins sem kemur til frá umferðinni? Þá þarf einhverstaðar að taka þá peninga og það er þá breytt forgangsröðun,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Samgöngur Sprengisandur Umferðaröryggi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira