Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 14:00 Loftmynd af svæðinu í Giljahverfi. Vísir/Aðsent Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur. Akureyri Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur.
Akureyri Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira