Fölsuð málverk Stórvals næstum boðin upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 19:37 Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, er þekktastur fyrir málverk sín af Herðubreið. Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar. Myndlist Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar.
Myndlist Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira