Fölsuð málverk Stórvals næstum boðin upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 19:37 Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, er þekktastur fyrir málverk sín af Herðubreið. Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar. Myndlist Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar.
Myndlist Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira